GRAFÍN HÚÐUN - mótorhjól

Waxedshine  SHC PRO Graphene self heal coating – Meðferð er ætluð öllum mótorhjólum.

Lakkleiðrétting með 1 til 3 þrepa mössun og allar rispur fjarlægðar sem hægt er. Hjólið er svo hreinsað vandlega og grafín lakkvörn borin á allt lakk. Waxedshine Wheel sem er sérstaklega hitaþolið efni er borið á felgur og fleti sem verða mjög heitir, sem og króm. Einnig er sett grafín á hjálm ef þess er óskað.

Meðferð tekur 3 daga og ekki má þvo hjólið í 7 daga eftir meferð.

Ekki þarf að bóna hjól sem hefur fengið lakkvörn heldur nægir að þvo hjólið og fara skínandi flottur á rúntinn.

​Verð fyrir þessa meðferð er frá 90.000 kr. en endanlegt verð ræðst af stærð og ástandi mótorhjóls.

Tilboð er gert að lokinni skoðun hjóls.

PANTA TÍMA Í grafín HÚÐUN