keramik húðun - 2 ára lakkvörn

Waxedshine TOP COAT með 2 ára ábyrgð.

Meðferð fyrir bílinn sem veitir vörn í 24 mánuði að lámarki og jafnvel lengur, bíllinn er þrifin að utan og síðan er 1 þrepa mössun sem er eingöngu til að hreinsa og fríska upp á lakkið sem gefur hærra gljástig á lakkið, síðan er bíllinn hreinsaður vel með panel cleaner til að taka alla fitu af yfirborðinu til að tryggja sem besta viðloðun lakkvarnarinnar.

ATH: Ekki er verið að fjarlægja rispur úr lakki með þessari meðferð.

Top Coat er borið á ytrabyrgði bílsins lakk og plast sem gefur góðan gljáa og mjög slétta og vatnsfælna vörn þannig að bíllinn síður skítugur og léttir öll þrif og ekki þarf að bóna bílinn meðan virkni efnisins er. Þessi meðferð tekur tvo daga þar sem bíllinn þarf að vera inni í 24 tíma eftir að efnið er komið á og síðan skal ekki þvo bílinn í 7 daga eftir þessa meðferð.

Verð fyrir þessa meðferð er frá 65.000 kr og endanlegt verð ræðst af stærð bifreiðar

VERÐSKRÁ

Öll verð eru leiðbeinandi með fyrirvara um villur og breytinga á þjónustu og verði.

PANTA TÍMA Í keramik húðun